Skip to main content

Jafnréttisöldur í Hrísey

5.-7. september

Skráning

Ráðstefnan er ætluð þeim sem vilja nýta tækifæri til að dýpka skilning sinn á jafnréttismálum, efla færni í leiðtogastarfi og öðlast hagnýta þekkingu á tækni og aðferðum í þágu jafnréttis. Þekkingin og verkfærin sem kynnt verða nýtast í störfum er varða jafnréttismál, félagsleg réttindi og stefnumótum.

Skipuleggjendur eru aðstandendur Reiðukonufélagsins í Hrísey; Silja Bára R. Ómarsdóttir prófessor, Helga Björg O. Ragnarsdóttir framkvæmdastýra Jafnlaunastofu, Auður Lilja Erlingsdóttir teymisstýra Jafnlaunastofu og Drífa Snædal talskona Stígamóta.

Auk þeirra munu fleiri sérfræðingar og aktívistar koma að fyrirlestrum og stjórnun málstofa.

Dagskrá

Föstudagur 5. september

17.00
Móttaka og setning helgarinnar
18.30
Netagerð - networking
Sæborg
19.30
Kvöldmatur
Sæborg
20.30
Kvöldvaka
Sæborg

Laugardagur 6. september

08.00
Hafragrautur
Hlein
09.00
Kynning og væntingar
Sæborg
10.00
Hvernig útrýmum við kynbundnu ofbeldi - hið eilífa baráttumál í ýmsum myndum?
Sæborg
10.45
Kaffihlé
Sæborg
11.15
Hvernig upprætum við kynbundinn launamun? (íslenska og enska)
Sæborg
12.30
Hádegisverður
Sæborg
13.30
Málstofur
Að stjórna fundum með sköpunum
Baráttuaðferðir kvenna í fortíð og framtíð
Ungar konur/kvár í bakslagi jafnréttis
Inngilding og fjölbreytileiki í virðismati starfa
15.00
Kaffihlé
Sæborg
15.30
Hið alþjóðlega bakslag í réttindum kvenna og hinsegin fólks
Sæborg
17.00
Gleðistund og afþreying
Rölt um slóðir kvenna í Hrísey
Sjósund
Viskísmökkun (5.000 kr.)
Gengið hringinn (4 km), orka sótt í Kaldbak
20.00
Matur og kvöldvaka
Sæborg

Sunnudagur 7. september

09.00
Hafragrautur
Hlein
10.00
Örugg samskipti og áhrifarík tjáning
Sæborg
11.00
Almennar umræður / hugmyndir / hvatning / aktívismi - hvað næst?
Sæborg
12.00
Hádegisverður
Sæborg

Skráning

Gisting er ekki innifalin í ráðstefnugjaldi en í eyjunni eru vinveittir sumarhúsaeigendur sem eru tilbúnir til að leigja ráðstefnugestum húsin sín. Vinsamlegast fylltu út þetta form og við göngum í málið.

Upplýsingar

Hvar er hægt að gista?

Gisting er ekki innifalin í ráðstefnugjaldi en í eyjunni eru vinveittir sumarhúsaeigendur sem eru tilbúnir til að leigja ráðstefnugestum húsin sín. Vinsamlegast fylltu út formið hér að ofan merkt „bóka gistingu“ og við göngum í málið.

Þá er rekið gistihús að Syðsta bæ og má hafa beint samband við Birgi s. 893 1604 og Ingimar s. 867 5655. Nánar hér.

Ráðstefnugjöld

Ráðstefnugjöld greiðast inn á 0302-26-500820 kt. 500820-0630.

Verð:
Fullgreiðandi: 50.000 kr.
Ungar og heimafólk: 35.000 kr.

Við hvetjum fólk til að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi í gegnum fræslusjóði viðeigandi stéttarfélags.

Samgöngur

Samgöngur í Hrísey eru prýðilegar en Hríseyjarferjan Sævar siglir í eyjuna á tveggja tíma fresti.

Tímatöflu Sævars má finna hér.

Mig vantar aðstoð

Ef eitthvað er óskýrt, eða þú finnur það ekki hér á síðunni, endilega sendu okkur tölvupóst á reidarehf@gmail.com